Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 23:31 Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu. Aldrei áður hefur fyrrverandi hátt settur embættismaður sakað Salman um að beita andófsfólk kúgun og ofbeldi. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42