Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 13:39 Tómas Eiríksson Hjaltested spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins og náði meðal annars fugli á þremur holum í röð. Mynd/GSÍ/Seth Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti