Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Heiðar Sumarliðason skrifar 5. ágúst 2020 19:52 Disney gefur Mulan út á Disney+ streymisveitunni. Disney-myndinni Mulan hefur verið margseinkað vegna Covid-19 bylgjunnar og var hún nýverið tekin af útgáfuplaninu og sett í geymslu. Óvissuástandinu varðandi þessa leiknu endurgerð samnefndrar teiknimyndar frá 1998 er nú lokið. Disney tilkynnti í dag að hún muni ekki koma í kvikmyndahús heldur fara beint í útleigu í gegnum Disney+ streymisveitu kvikmyndaversins. Þetta mun gerast þann 4. september n.k. en Mulan átti upprunalega að koma í kvikmyndahús í mars á þessu ári. Myndin mun hins vegar fara í bíó á þeim svæðum sem bjóða ekki enn upp á Disney+. Þetta setur ákveðið spurningarmerki við útgáfuna á Íslandi, en tilkynnt hefur verið að streymisveitan muni verða í boði hér á landi frá og með 15. september. Því er spurning hvort íslenskir áhorfendur fái að sjá hana í bíói, en heimasíða Sam-bíóanna segir hana væntanlega 21. ágúst, á meðan heimasíða Smárabíós segir hana frumsýnda 18. september. Íslandsútgáfan hlýtur þó að skýrast á næstu dögum. Disney gerði Mulan-sögunni skil í teiknimyndaformi árið 1998. Forstjóri Disney Bob Chapek segir þetta ekki vera það sem koma skal hjá kvikmyndaverinu, heldur einungis viðbragð við núverandi ástandi. Blaðamenn kvikmyndatímaritsins Variety telja það hins vegar geta breyst ef sala myndarinnar gengur vel. Mulan kostaði heilar 200 milljónir dollara í framleiðslu, því er ansi mikið í húfi fyrir Disney að vel takist til. Tilraunin gæti sprungið í andlitið á Disney þar sem stafræn leiga myndarinnar í Bandaríkjunum mun kosta heila 29.99 dollara fyrir áskrifendur Disney+, en það er ofan á þá tæpu sjö dollara sem áskrift að streymisveitunni kostar. Þetta er tíu dollurum meira en leigan á Trolls World Tour kostaði, þegar hún kom beint á VOD fyrir stuttu. Fólki gæti þótt þetta of há upphæð og haldið að sér höndunum, enda fjárhagur margra bandarískra heimili ekki upp á marga fiska þessa dagana, á tímum þar sem atvinnuleysi er það mesta síðan í kreppunni miklu. Stjörnubíó Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Disney-myndinni Mulan hefur verið margseinkað vegna Covid-19 bylgjunnar og var hún nýverið tekin af útgáfuplaninu og sett í geymslu. Óvissuástandinu varðandi þessa leiknu endurgerð samnefndrar teiknimyndar frá 1998 er nú lokið. Disney tilkynnti í dag að hún muni ekki koma í kvikmyndahús heldur fara beint í útleigu í gegnum Disney+ streymisveitu kvikmyndaversins. Þetta mun gerast þann 4. september n.k. en Mulan átti upprunalega að koma í kvikmyndahús í mars á þessu ári. Myndin mun hins vegar fara í bíó á þeim svæðum sem bjóða ekki enn upp á Disney+. Þetta setur ákveðið spurningarmerki við útgáfuna á Íslandi, en tilkynnt hefur verið að streymisveitan muni verða í boði hér á landi frá og með 15. september. Því er spurning hvort íslenskir áhorfendur fái að sjá hana í bíói, en heimasíða Sam-bíóanna segir hana væntanlega 21. ágúst, á meðan heimasíða Smárabíós segir hana frumsýnda 18. september. Íslandsútgáfan hlýtur þó að skýrast á næstu dögum. Disney gerði Mulan-sögunni skil í teiknimyndaformi árið 1998. Forstjóri Disney Bob Chapek segir þetta ekki vera það sem koma skal hjá kvikmyndaverinu, heldur einungis viðbragð við núverandi ástandi. Blaðamenn kvikmyndatímaritsins Variety telja það hins vegar geta breyst ef sala myndarinnar gengur vel. Mulan kostaði heilar 200 milljónir dollara í framleiðslu, því er ansi mikið í húfi fyrir Disney að vel takist til. Tilraunin gæti sprungið í andlitið á Disney þar sem stafræn leiga myndarinnar í Bandaríkjunum mun kosta heila 29.99 dollara fyrir áskrifendur Disney+, en það er ofan á þá tæpu sjö dollara sem áskrift að streymisveitunni kostar. Þetta er tíu dollurum meira en leigan á Trolls World Tour kostaði, þegar hún kom beint á VOD fyrir stuttu. Fólki gæti þótt þetta of há upphæð og haldið að sér höndunum, enda fjárhagur margra bandarískra heimili ekki upp á marga fiska þessa dagana, á tímum þar sem atvinnuleysi er það mesta síðan í kreppunni miklu.
Stjörnubíó Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira