Öruggt hjá Kaupmannahöfn og Shakhtar | Ragnar mætir Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kaupmannahöfn sparkaði İstanbul Başakşehir úr keppni í kvöld.
Kaupmannahöfn sparkaði İstanbul Başakşehir úr keppni í kvöld. vísir/getty

FC Kaupmannahöfn og Shakhtar Donetsk eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir örugga 3-0 sigra í kvöld.

FC Kaupmannahöfn voru 1-0 undir gegn ríkjandi Tyrklandsmeisturum í İstanbul Başakşehir  eftir fyrri leik liðanna. Tyrkirnir áttu aldrei möguleika en nokkur þekkt nöfn úr enska boltanum spila með liðinu, þar má nefna Gael Clichy, Martin Skrtel og Demba Ba.

Jonas Wind kom Kaupmannahöfn yfir með skallamarki eftir góða sendingu hægri bakvarðarins Guillermo Varela. Þannig var staðan allt þangað til á 53. mínútu leiksins þegar Wind tvöfaldaði forystu danska liðsins með marki úr vítaspyrnu.

Rasmus Falk gulltryggði svo sæti Kaupmannahafnar í 8-liða úrslitum með þriðja marki þeirra þegar rúmur klukkutími var liðinn. Lokatölur 3-0 og FCK mun að öllum líkindum mæta Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ragnar Sigurðsson lék ekki í kvöld vegna meiðsla en verður vonandi kominn aftur er liðið mætir Man United.

Þá vann Shakhtar 3-0 sigur en leikurinn var í járnum allt fram á síðustu mínútu venjulega leiktíma. Þá voru bæði lið með tíu leikmenn inn á eftir að hafa misst mann af velli í síðari hálfleik. Eftir markalausar 89 mínútur þá skoraði Junior Moraes tvívegis sem og Manor Solomon kom knettinum einnig yfir marklínuna.

Lokatölur þar af leiðandi 3-0 og samtals 5-1 fyrir Shakhtar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira