Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:00 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem hann tók við fyrir hönd KR-liðsins vorið 2019. Vísir/Daníel Þór KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira