Tónlist

Músíktilraunum 2020 aflýst

Andri Eysteinsson skrifar
Frá tónlistarhátíðinni árið 2019.
Frá tónlistarhátíðinni árið 2019. Instagram/Músíktilraunir

Tónlistarkeppninni Músíktilraunum hefur verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu um ákvörðunina í dag.

„Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Músíktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda.

„Við vonumst til þess að Músíktilraunirnar 2021 verði á sínum stað á vordögum og komi bara enn sterkari til leiks inn í tónlistarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni.“

Músíktilraunir áttu að fara fram fyrr á árinu en var frestað vegna faraldursins. Þá var stefnt að því að halda keppnina í byrjun sumars.

Einu sinni áður hefur hátíðin fallið niður en það var vegna verkfalls kennara árið 1984.

Hljómsveitin Blóðmör sigruðu Músíktilraunir í fyrra en á meðal annarra sigurvegara má nefna Of Monsters and Men (2010), XXX Rottweiler hundar (2000) Vök (2013), Greifarnir (1986) og Dúkkulísurnar (1983).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.