Gengur um með tönnina hans Floyd Mayweather um hálsinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 13:00 Tönnin og svo mynd frá bardaga þeirra Floyd Mayweather Jr. og Marcos Maidana frá árinu 2014. Samsett mynd/Instgram&Getty/Ethan Miller Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT Box Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT
Box Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira