Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 07:57 Danskir landamæraverðir hafa vísað hundruð manns frá landamærunum að Þýskalandi frá því að ferðabannið tók gildi á hádegi að dönskum tíma í gær. Vísir/EPA Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53
Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21