Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 16:17 Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent