Engin hættulaus leið til að opna landamæri Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 10:41 Ferðalangar í Ástralíu. AP/James Gourley Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. Stofnunin segir að neyðarferðarlög eigi að vera í forgangi. WHO gaf í gær út uppfærð viðmið varðandi ferðalög yfir landamæri ríkja en ríki víða um heim hafa hert reglur varðandi ferðalög á nýjan leik eftir að smituðum fór að fjölga aftur í umræddum ríkjum. Önnur ríki íhuga á sama tíma að opna landamæri sín. Fyrr í vikunni sögðu forsvarsmenn stofnunarinnar að ekki væri hægt að banna ferðalög til lengdar og ríki heimsins þyrftu að gera meira til að draga úr útbreiðslu veirunnar innan eigin landamæra, samkvæmt frétt Reuters. Í viðmiðunum er lagt til að forsvarsmenn hvers ríkis fyrir sig framkvæmi eigin áhættugreiningu á því að opna landamærin, að hluta eða að fullu. Taka þurfi viðmið af því hver staðan sé í umræddum ríkjum varðandi útbreiðslu faraldursins, ástandi heilbrigðiskerfis og þær sóttvarnir sem þegar séu til staðar. Þar segir einnig áhættan sé mismunandi á milli ríkja og ferðalög feli mismunandi áhættu í sér, eftir því hvert og hvaðan fólk er að ferðast og hver útbreiðsla Covid-19 sé í þeim ríkjum. Skimun á landamærum er mjög mikilvæg, samkvæmt WHO, og er sömuleiðis mikilvægt að ferðalangar sýni ábyrgð. Þeir vakti heilsu sína á ferðalögum og tilkynni möguleg einkenna til yfirvalda í þeim ríkjum sem þeir sækja heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. Stofnunin segir að neyðarferðarlög eigi að vera í forgangi. WHO gaf í gær út uppfærð viðmið varðandi ferðalög yfir landamæri ríkja en ríki víða um heim hafa hert reglur varðandi ferðalög á nýjan leik eftir að smituðum fór að fjölga aftur í umræddum ríkjum. Önnur ríki íhuga á sama tíma að opna landamæri sín. Fyrr í vikunni sögðu forsvarsmenn stofnunarinnar að ekki væri hægt að banna ferðalög til lengdar og ríki heimsins þyrftu að gera meira til að draga úr útbreiðslu veirunnar innan eigin landamæra, samkvæmt frétt Reuters. Í viðmiðunum er lagt til að forsvarsmenn hvers ríkis fyrir sig framkvæmi eigin áhættugreiningu á því að opna landamærin, að hluta eða að fullu. Taka þurfi viðmið af því hver staðan sé í umræddum ríkjum varðandi útbreiðslu faraldursins, ástandi heilbrigðiskerfis og þær sóttvarnir sem þegar séu til staðar. Þar segir einnig áhættan sé mismunandi á milli ríkja og ferðalög feli mismunandi áhættu í sér, eftir því hvert og hvaðan fólk er að ferðast og hver útbreiðsla Covid-19 sé í þeim ríkjum. Skimun á landamærum er mjög mikilvæg, samkvæmt WHO, og er sömuleiðis mikilvægt að ferðalangar sýni ábyrgð. Þeir vakti heilsu sína á ferðalögum og tilkynni möguleg einkenna til yfirvalda í þeim ríkjum sem þeir sækja heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira