FRÍ frestar mótum og varar við frekari röskun Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 15:15 Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi. Óvissa ríkir um frekara mótahald í sumar. mynd/frí Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21