Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 00:17 Frá átökum í Portland í vikunni. Getty/Spencer Platt Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira