Innlent

Aðstoða bátsverja í vélarvana bátum

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarskipið Kobbi Láka í Bolungarvík var sent til að aðstoða mann á strandveiðibát austur af Horni í dag.
Björgunarskipið Kobbi Láka í Bolungarvík var sent til að aðstoða mann á strandveiðibát austur af Horni í dag. Landsbjörg

Þrjú björgunarskip hafa verið boðuð út á síðasta klukkutímanum vegna tveggja vélarvana báta á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra í dag. Einn bátsverji er sagður um borð í hvorum bátnum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að fyrst hafi björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði verið boðuð út vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rak í átt að landi klukkan 14:43. Bæði björgunarskipin eru á leið norður fyrir Horn og eru væntanlega á vettvang innan klukkustundar.

Um klukkutíma síðar, eða um 15:40, var björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði boðað út vegna annars vélarvana báts í mynni Eyjafjarðar. Einn er um borð í hvorum bátnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×