Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 23:49 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chip Somodevilla Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira