Handbolti

Kári rifjaði upp draumakvöld á Lundanum

Sindri Sverrisson skrifar
Tortímandinn lét pabba sinn heyra það í innslagi dagsins.
Tortímandinn lét pabba sinn heyra það í innslagi dagsins. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var á kassanum/bumbunni þegar Liverpool varð Evrópumeistari í fótbolta árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Vestmannaeyjum í Sportinu í dag.

Kári er gallharður stuðningsmaður Liverpool og fylgdist spenntur með þegar Jerzy Dudek tryggði Liverpool sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni í Istanbúl, með því að verja „bretti af vítum“ eins og Kári orðaði það. „Var ég staddur inni á menningarstofnuninni Lundanum með tárin í augunum í hálfleik, hálfmeyr og klökkur á leiðinni heim? Já. Var það þannig að ég sagði við vin minn í stöðunni 3-2 að ég myndi rífa mig úr að ofan og vera á kassanum/bumbunni ef þeir myndu jafna? Já,“ sagði handboltalandsliðsmaðurinn léttur.

En það er ekki eintóm sæla að vera stuðningsmaður Liverpool og Kári fór einnig yfir þær raunir sem því hafa fylgt. Innslagið má sjá hér að neðan og þar kemur sonur Kára, „Tortímandinn“ eins og pabbi hans kallar hann, einnig við sögu sem og forláta trommukjuði sem Kári fékk á tónleikum með Iron Maiden.

Klippa: Sportið í dag - Kári og Tortímandinn hressir í skúrnum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Kári með kórónuveiruna

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×