„Það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 11:00 Ingibergur Kort Sigurðsson slær Hauk Pál Sigurðsson. Jónatan Ingi Jónsson, dómari leiksins, kemur aðvífandi. Skömmu síðar lyfi hann rauða spjaldinu. vísir/stöð 2 sport Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02