Morðinginn talinn hafa drepið annan „karlréttinda“-lögmann Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 12:18 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem er talin vera af Den Hollander þegar hann fór um Sambandslestarstöðina í Los Angeles 7. júlí, fjórum dögum áður en hann er talinn hafa skotið keppinaut sinn í „karlréttinda“-hreyfingunni til bana. AP/lögreglustjórinn í San Bernardino-sýslu Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið. Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07
Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent