Solskjær: Ekki leikurinn sem skilgreinir tímabilið okkar Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 11:00 Það verða eflaust einhverjar neglur nagaðar á leik Leicester og Manchester United í dag, sem og á leik Wolves og Chelsea. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira