Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:01 Anthony Fauci segist hafa fengið fjölmargar morðhótanir að undanförnu. AP/Susan Walsh Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent