Nýr leikur gerist á Íslandi: Fékk hugmyndina að framhaldi Senua á ferðalagi um landið Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 11:18 Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, fékk hugmyndina að leiknum á ferðalagi um Ísland. Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn. Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn.
Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira