Lífið

Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús þegar hann greindist með kórónuveiruna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mel Gibson á UFC bardaga í Las Vegas á síðasta ári.
Mel Gibson á UFC bardaga í Las Vegas á síðasta ári. Vísir/Getty/Chris Unge

Stórleikarinn Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles í apríl þegar hann smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þetta staðfestir talsmaður leikarans í samtali við Daily Telegraph Australia.

„Hann greindist með veiruna í apríl og stuttu síðar var hann lagður inn á sjúkrahús og dvaldi þar í eina viku. Gibson fékk lyfið Remdesivir og hefur síðan þá verið skimaður oft á tíðum og alltaf verið neikvæður,“ segir talsmaður Mel Gibson.

Mel Gibson er 64 ára og hefur leikið í ótal stórmyndum á sínum ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.