Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 14:26 Þórólfur Guðnason greindi frá verkefninu á fundi dagsins. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09