Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. júlí 2020 08:01 Emmanuel Macron vill að björgunarpakkinn verði samþykktur, en hann er sagður hafa hótað því að hætta í viðræðunum í nótt. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41
Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30