Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00