Hákon Örn stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 21:11 Hákon Örn Magnússon. Facebook Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið. Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið.
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira