Bókhaldsbrellur með þorsk Örn Pálsson skrifar 19. júlí 2020 16:16 Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun