„Sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira