Innlent

Lentu í sjálf­heldu vegna vatna­vaxta

Telma Tómasson skrifar
Eitt útkall barst um að fólk væri fast á veginum milli Hrútafjarðar og Haukadals.
Eitt útkall barst um að fólk væri fast á veginum milli Hrútafjarðar og Haukadals. Vísir/Vilhelm

Eitt útkall barst Landsbjörg seint í gærkvöldi um að fólk væri fast í bíl á veginum milli Hrútafjarðar og Haukadals, þar sem það komst ekki áfram vegna vatnavaxta í Ormsá.

Var fólkið í sjálfheldu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang, en björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga kom fólkinu til aðstoðar og gekk vel að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Lögreglan hafði uppi á ferðamönnum, ekki síst á Hornströndum, og reyndi að tryggja að allir væru komnir í skjól áður en veðurhamurinn yrði sem mestur.

Svo virðist sem göngufólk hafi komið sér fyrir í húsum og skálum á Hornströndum sem létu vita af sér þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×