Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 11:22 Brad Parscale hefur stýrt framboði Trump til þessa en vakti reiði forsetans þegar mun færri mættu á kosningafund í Tulsa en vonir stóðu til. Áður hafði hann líkt mætti Trump-framboðsins við Helstirnið úr Stjörnustríðskvikmyndunum. AP/Paul Sancya Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent