Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2020 10:48 Hugmyndin um að gefa ferðamönnum kost á að öskra í óbyggðum, dömpa þar ergelsi tengdu Covid-19, fellur í grýttan jarðveg. Í gær furðaði Egill Helgason sig á þessu uppátæki og í dag biðlar Guðmundur Andri til Íslandsstofu: Hættiði við. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“ Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01