Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 06:45 Smitum fækkaði verulega milli vikna. Vísir/Getty Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45
Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47