Heimurinn í greipum heimsfaraldurs Böðvar Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar