53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. júlí 2020 13:09 Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada á næstunni. Vísir/Vilhelm Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira