Fótbolti

Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Páll er hann samdi í Ólafsvík.
Jón Páll er hann samdi í Ólafsvík. vísir/ólafsvík

Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Jón Páll hafði þjálfað í Noregi undanfarin ár, bæði í karla- og kvennaboltanum, en tók við Ólsurum fyrir tímabilið.

Ólsarar höfðu unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum í Inkasso-deildinni og var liðið einnig nálægt því að komast í 16-liða úrslit bikarsins er liðið fór í vítaspyrnukeppni gegn nöfnum sínum úr Reykjavík.

Leit er hafin að nýjum þjálfara en Jóhann Pétursson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, baðst undan viðtali er Vísir heyrði í honum í kvöld.

Skömmu síðar barst svo eftirfarandi orðsending frá félaginu: „Stjórn Víkings Ó. fannst samstarfið einfaldlega ekki vera að ganga upp og tók því ákvörðun sem hún telur þá bestu í stöðunni á þessum tímapunkti.“

Knattspyrnufélagið Víkingur Ó. hefur ákveðið að segja Jóni Páli Pálmasyni upp störfum sem þjálfara félagsins og lætur hann af störfum nú þegar. Leit hefst nú að nýjum þjálfara.

Stjórn Víkings Ó. þakkar Jóni Páli fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar hér í Ólafsvík og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×