Hollywoodfréttir: Star Wars: The Bad Batch kemur á Disney+ Heiðar Sumarliðason skrifar 14. júlí 2020 13:36 The Bad Batch úr Clone Wars. Á næsta ári verður Star Wars: The Bad Batch, ný teiknimyndaþáttaröð úr Stjörnustríðsheiminum, frumsýnd á Disney+. Persónurnar koma úr Clone Wars þáttunum, sem nú hafa lokið göngu sinni. Nýju þættirnir fjalla um hóp klóna sem öll eru eilítið frábrugðin hinum dæmigerðu klónum. Hverju fyrir sig hefur verið breytt erfðafræðilega, þannig að öll hafa þau sinn sérstaka hæfileika. Sögutímabil þáttanna er í kjölfar Klónastríðsins, og reynir þessi hópur ólíkra klóna að fóta sig í nýrri eftirstríðsheimsmynd. Það er Dave Filoni sem framleiðir þættina, en hann hefur mikla reynslu sem framleiðandi, höfundur og leikstjóri þáttaraða úr Star Wars-heiminum. Hann var aðalmaðurinn á bakvið fyrrnefndan Clone Wars-þátt, sem og Star Wars: Rebels og The Mandalorian. Aðalhöfundur er Jennifer Corbett, en hún var meðal höfunda Star Wars Resistance teiknimyndanna. John Wayne settur út af sakramentinu í USC Þrátt fyrir að hafa látist fyrir rúmum fjörtíu árum hefur John Wayne, í kjölfar #blacklivesmatter-byltingarinnar, verið mikið í fréttum að undanförnu. T.a.m. hefur Repúblikanaflokkurinn í Orange County í Kaliforníu beðið um að stytta af leikaranum við flugvöll sýslunnar verði fjarlægð, sem og nafni hans breytt, en hann er nefndur eftir leikaranum. Víðar er sótt að Wayne, en nemar við University of Southern California (USC) fengu nýverið sínu framgengt eftir margra mánaða mótmæli, þegar háskólinn tók niður sýningu tengda leikaranum sáluga, en Wayne var nemi við skólann og lék þar ruðning við góðan orðstír. Umrædd stytta af John Wayne. Sýningin var sett upp árið 2012, en í kjölfar þess að kastljós fjölmiðla fór að beinast að orðum leikarans í fjölmörgum viðtölum, varðandi blökkufólk, frumbyggja N-Ameríku og samkynhneigða, hefur krafan um að hann verði settur út af sakramentinu orðið háværari. Á sínum tíma sagði Wayne m.a. um frumbyggja álfunnar í viðtali: „Mér finnst ekkert athugavert við að taka landið af þeim. Það var mikið af fólk sem þurfti landspildu, og indjánarnir voru í sjálfselsku sinni að reyna að eiga það allt út af fyrir sig.“ Aðstoðarskólastjóri USC sagði um málið: „Samtöl um innbyggðan rasisma í menningarstofnunum okkar, ásamt Black Lives Matter-byltingunni, hafa fengið okkur til að endurskoða hvernig skólinn getur haft áhrif og ýtt undir breytingar á gildum okkar varðandi kynþáttamismunun. Því höfum við ákveðið að fjarlægja sýningu tengda John Wayne.“ Kvikmyndatökuvélar farnar að rúlla í Bretlandi Það er viðeigandi að fyrsta breska dramaþáttaröðin sem upptökur hófust á eftir Covid-hlé, sé War of The Worlds, dystópísk saga með tómum götum. Tökur byrjuðu í gær í Newport í Wales. Framleiðendur þáttaraðarinnar hafa í samvinnu við velsk yfirvöld, hannað kerfi utan um Covid-prófanir á leikurum og tökuliði. Einnig verður tveggja metra reglan viðhöfð, nema senur krefjist annars. Chris Pratt sem Owen Grady í Jurassic World.Vísir/Imdb Tökur á Jurassic World: Dominion hafa nú staðið yfir í rúma viku í Pinewood Studios í London, en þær voru í fullum gangi þegar Covid-veiran hóf innreið sína í mars og setti allt úr skorðum. Universal Studios, framleiðandi myndarinnar, er að dæla heilum 5 milljónum dollara í varnaraðgerðir, sem fela m.a. í sér regluleg Covid-próf á öllum aðilum tengdum framleiðslunni. Tesla í umferðinni og í bíó Kvikmynd um vísindamanninn Nikola Tesla, með Ethan Hawke í aðalhlutverki, er ein þeirra mynda sem Covid-19 mun líklegast ekki hafa áhrif á. Draga má þessa ályktun út frá því að hún á að koma í kvikmyndahús og VOD-þjónustur vestanhafs samdægur, þann 21. ágúst. Teslu-bifreiðin vinsæla er nefnd eftir aðalpersónu myndarinnar. Myndin, sem vann Alfred P. Sloan-verðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni, fjallar m.a. um tilraunir Tesla til að skapa þráðlausan orkugjafa. Kyle MacLachlan og Jim Gaffigan leika samkeppnisaðila hans, Thomas Edison og George Westinghouse. Einnig fjallar myndin um samband Tesla við bankarisann J.P. Morgan. Samsæriskenningar segja Morgan hafa reynt að bregða fæti fyrir Tesla og tilraunir hans með endurnýjanlega orkugjafa, vegna tengsla Morgans við kolaiðnaðinn. Enda myndi endalaus orka gera óendurnýjanlega orkugjafa úrelda og óþarfa. Handritið skrifaði leikstjórinn Michael Almereyda upphaflega snemma á níunda áratugi síðustu aldar, en náði ekki að koma því á koppinn. Það var svo í kjölfar aukinnar umhverfisvitundar almennings, að Almereyda ákvað að dusta rykið af því, en hann segir rykið hafa verið orðið töluvert þykkt. Því er handritið mikið breytt og uppfært. Hér er hægt að sjá stiklu úr myndinni: Hvernig dóma er væntanlegt efni að fá? Þáttaröðin Brave New World verður frumsýnd á morgun, þegar Peacock-streymisveitu NBC verður hleypt af stokkunum. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Aldous Huxleys frá árinu 1932. Nokkrir dómar hafa nú þegar birst, en þeir líta ekki vel út fyrir þessa metnaðarfullu þáttaröð. Meðaleinkunn hennar hjá átta gagnrýnendum á Metacritic er aðeins 59. Þó svo að átta gagnrýnendur séu nú ekki sérlega mikið, þá er mjög sjaldgæft að þáttaröð sem skorar svo lágt til að byrja með, hækki sig eitthvað af viti. Sjónvarpsstöðin Starz sýndi í gær fyrsta þáttinn af P-Valley, sem fjallar um viðskiptavini og starfsfólk strípiklúbbs í Mississippi. Dómarnir hafa hingað til verið jákvæðir, en á Metacritic er meðaleinkunnin 83 frá tólf gagnrýnendum. Þáttaröðin virðist þó fara eitthvað öfugt ofan í notendur Imdb.com, þar sem meðaleinkunn hennar er nú 4.7, sem getur ekki talist gott. Mjög sjaldgæft er að slíkur munur sé á einkunn gagnrýnenda og áhorfenda, og ef það gerist, er einkunn gagnrýnenda oftast sú sem er lægri. Útskýringin er líklega sú að eitthvað í þáttunum hefur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi, en 25% kjósenda gefa henni lægstu einkunn. Dreifing einkunna á P-Valley er mjög furðuleg. Hulu frumsýndi s.l. föstudag gamanmyndina Palm Springs með Andy Samberg í aðalhlutverki. Hana keyptu Hulu og Neon á síðustu Sundance-hátíð, en söluverðið var metfé fyrir mynd frumsýnda á hátíðinni. Vegna Covid-ástandsins var hún eingöngu sýnd í bílakvikmyndhúsum í Bandaríkjunum, en frumsýnd á sama tíma á streymisveitunni Hulu. Viðtökur gagnrýnenda hafa öllum að óvörum verið stórgóðar, en myndir kjánalegra gamanleikara á borð við Samberg fá oftast lélega dóma gagnrýnenda. Meðaleinkunn hennar hjá Metcritic er nú 84, á meðan áhorfendur gefa henni 7.6. Í samantekt Rotten Tomatoes er hún samþykkt af 93% gagnrýnenda og 90% áhorfenda. Hvort að hún komi í kvikmyndahús hérlendis er enn óráðið, hún er a.m.k. ekki sögð væntanleg á heimasíðum íslensku bíóanna. Kvikmyndir frá Neon hafa hins vegar oft endað í Bíó Paradís, sem er auðvitað enn lokað. Við sjáum því hvað setur. Hanks lítur til fortíðar í nýrri kvikmynd sinni Greyhound. Önnur kvikmynd sem fór óvenjulega leið er Greyhound með Tom Hanks í aðalhlutverki. Sony ætlaði að setja hana í kvikmyndahús s.l. vor, en vegna Covid var hún keypt af Apple TV+ og er nú hægt að streyma henni þar. Myndin byggir á skáldsögunni The Good Shepard, handritið skrifar Hanks sjálfur og leikstjóri er Aaron Schneider. Dómar gagnrýnenda eru sæmilegir, en meðaltal Metascore er 62. Af þessu að dæma var það sennilega ekki slæm hugmynd hjá Sony að senda hana á Apple TV+. Dramamyndir á borð við Greyhound, sem höfða til fullorðinna áhorfenda, þurfa oftast að skora yfir 80 hjá gagnrýnendum til að fá viðunandi aðsókn. Viðbrögð áhorfenda eru einnig sæmileg, en myndin er með meðaleinkunnina 7.1 á Imdb.com. Apple TV+ er ekki enn fáanlegt eftir eðlilegum leiðum á Íslandi, því er vonandi að eitthvert kvikmyndahúsanna sýni myndina. Stjörnubíó Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Á næsta ári verður Star Wars: The Bad Batch, ný teiknimyndaþáttaröð úr Stjörnustríðsheiminum, frumsýnd á Disney+. Persónurnar koma úr Clone Wars þáttunum, sem nú hafa lokið göngu sinni. Nýju þættirnir fjalla um hóp klóna sem öll eru eilítið frábrugðin hinum dæmigerðu klónum. Hverju fyrir sig hefur verið breytt erfðafræðilega, þannig að öll hafa þau sinn sérstaka hæfileika. Sögutímabil þáttanna er í kjölfar Klónastríðsins, og reynir þessi hópur ólíkra klóna að fóta sig í nýrri eftirstríðsheimsmynd. Það er Dave Filoni sem framleiðir þættina, en hann hefur mikla reynslu sem framleiðandi, höfundur og leikstjóri þáttaraða úr Star Wars-heiminum. Hann var aðalmaðurinn á bakvið fyrrnefndan Clone Wars-þátt, sem og Star Wars: Rebels og The Mandalorian. Aðalhöfundur er Jennifer Corbett, en hún var meðal höfunda Star Wars Resistance teiknimyndanna. John Wayne settur út af sakramentinu í USC Þrátt fyrir að hafa látist fyrir rúmum fjörtíu árum hefur John Wayne, í kjölfar #blacklivesmatter-byltingarinnar, verið mikið í fréttum að undanförnu. T.a.m. hefur Repúblikanaflokkurinn í Orange County í Kaliforníu beðið um að stytta af leikaranum við flugvöll sýslunnar verði fjarlægð, sem og nafni hans breytt, en hann er nefndur eftir leikaranum. Víðar er sótt að Wayne, en nemar við University of Southern California (USC) fengu nýverið sínu framgengt eftir margra mánaða mótmæli, þegar háskólinn tók niður sýningu tengda leikaranum sáluga, en Wayne var nemi við skólann og lék þar ruðning við góðan orðstír. Umrædd stytta af John Wayne. Sýningin var sett upp árið 2012, en í kjölfar þess að kastljós fjölmiðla fór að beinast að orðum leikarans í fjölmörgum viðtölum, varðandi blökkufólk, frumbyggja N-Ameríku og samkynhneigða, hefur krafan um að hann verði settur út af sakramentinu orðið háværari. Á sínum tíma sagði Wayne m.a. um frumbyggja álfunnar í viðtali: „Mér finnst ekkert athugavert við að taka landið af þeim. Það var mikið af fólk sem þurfti landspildu, og indjánarnir voru í sjálfselsku sinni að reyna að eiga það allt út af fyrir sig.“ Aðstoðarskólastjóri USC sagði um málið: „Samtöl um innbyggðan rasisma í menningarstofnunum okkar, ásamt Black Lives Matter-byltingunni, hafa fengið okkur til að endurskoða hvernig skólinn getur haft áhrif og ýtt undir breytingar á gildum okkar varðandi kynþáttamismunun. Því höfum við ákveðið að fjarlægja sýningu tengda John Wayne.“ Kvikmyndatökuvélar farnar að rúlla í Bretlandi Það er viðeigandi að fyrsta breska dramaþáttaröðin sem upptökur hófust á eftir Covid-hlé, sé War of The Worlds, dystópísk saga með tómum götum. Tökur byrjuðu í gær í Newport í Wales. Framleiðendur þáttaraðarinnar hafa í samvinnu við velsk yfirvöld, hannað kerfi utan um Covid-prófanir á leikurum og tökuliði. Einnig verður tveggja metra reglan viðhöfð, nema senur krefjist annars. Chris Pratt sem Owen Grady í Jurassic World.Vísir/Imdb Tökur á Jurassic World: Dominion hafa nú staðið yfir í rúma viku í Pinewood Studios í London, en þær voru í fullum gangi þegar Covid-veiran hóf innreið sína í mars og setti allt úr skorðum. Universal Studios, framleiðandi myndarinnar, er að dæla heilum 5 milljónum dollara í varnaraðgerðir, sem fela m.a. í sér regluleg Covid-próf á öllum aðilum tengdum framleiðslunni. Tesla í umferðinni og í bíó Kvikmynd um vísindamanninn Nikola Tesla, með Ethan Hawke í aðalhlutverki, er ein þeirra mynda sem Covid-19 mun líklegast ekki hafa áhrif á. Draga má þessa ályktun út frá því að hún á að koma í kvikmyndahús og VOD-þjónustur vestanhafs samdægur, þann 21. ágúst. Teslu-bifreiðin vinsæla er nefnd eftir aðalpersónu myndarinnar. Myndin, sem vann Alfred P. Sloan-verðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni, fjallar m.a. um tilraunir Tesla til að skapa þráðlausan orkugjafa. Kyle MacLachlan og Jim Gaffigan leika samkeppnisaðila hans, Thomas Edison og George Westinghouse. Einnig fjallar myndin um samband Tesla við bankarisann J.P. Morgan. Samsæriskenningar segja Morgan hafa reynt að bregða fæti fyrir Tesla og tilraunir hans með endurnýjanlega orkugjafa, vegna tengsla Morgans við kolaiðnaðinn. Enda myndi endalaus orka gera óendurnýjanlega orkugjafa úrelda og óþarfa. Handritið skrifaði leikstjórinn Michael Almereyda upphaflega snemma á níunda áratugi síðustu aldar, en náði ekki að koma því á koppinn. Það var svo í kjölfar aukinnar umhverfisvitundar almennings, að Almereyda ákvað að dusta rykið af því, en hann segir rykið hafa verið orðið töluvert þykkt. Því er handritið mikið breytt og uppfært. Hér er hægt að sjá stiklu úr myndinni: Hvernig dóma er væntanlegt efni að fá? Þáttaröðin Brave New World verður frumsýnd á morgun, þegar Peacock-streymisveitu NBC verður hleypt af stokkunum. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Aldous Huxleys frá árinu 1932. Nokkrir dómar hafa nú þegar birst, en þeir líta ekki vel út fyrir þessa metnaðarfullu þáttaröð. Meðaleinkunn hennar hjá átta gagnrýnendum á Metacritic er aðeins 59. Þó svo að átta gagnrýnendur séu nú ekki sérlega mikið, þá er mjög sjaldgæft að þáttaröð sem skorar svo lágt til að byrja með, hækki sig eitthvað af viti. Sjónvarpsstöðin Starz sýndi í gær fyrsta þáttinn af P-Valley, sem fjallar um viðskiptavini og starfsfólk strípiklúbbs í Mississippi. Dómarnir hafa hingað til verið jákvæðir, en á Metacritic er meðaleinkunnin 83 frá tólf gagnrýnendum. Þáttaröðin virðist þó fara eitthvað öfugt ofan í notendur Imdb.com, þar sem meðaleinkunn hennar er nú 4.7, sem getur ekki talist gott. Mjög sjaldgæft er að slíkur munur sé á einkunn gagnrýnenda og áhorfenda, og ef það gerist, er einkunn gagnrýnenda oftast sú sem er lægri. Útskýringin er líklega sú að eitthvað í þáttunum hefur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi, en 25% kjósenda gefa henni lægstu einkunn. Dreifing einkunna á P-Valley er mjög furðuleg. Hulu frumsýndi s.l. föstudag gamanmyndina Palm Springs með Andy Samberg í aðalhlutverki. Hana keyptu Hulu og Neon á síðustu Sundance-hátíð, en söluverðið var metfé fyrir mynd frumsýnda á hátíðinni. Vegna Covid-ástandsins var hún eingöngu sýnd í bílakvikmyndhúsum í Bandaríkjunum, en frumsýnd á sama tíma á streymisveitunni Hulu. Viðtökur gagnrýnenda hafa öllum að óvörum verið stórgóðar, en myndir kjánalegra gamanleikara á borð við Samberg fá oftast lélega dóma gagnrýnenda. Meðaleinkunn hennar hjá Metcritic er nú 84, á meðan áhorfendur gefa henni 7.6. Í samantekt Rotten Tomatoes er hún samþykkt af 93% gagnrýnenda og 90% áhorfenda. Hvort að hún komi í kvikmyndahús hérlendis er enn óráðið, hún er a.m.k. ekki sögð væntanleg á heimasíðum íslensku bíóanna. Kvikmyndir frá Neon hafa hins vegar oft endað í Bíó Paradís, sem er auðvitað enn lokað. Við sjáum því hvað setur. Hanks lítur til fortíðar í nýrri kvikmynd sinni Greyhound. Önnur kvikmynd sem fór óvenjulega leið er Greyhound með Tom Hanks í aðalhlutverki. Sony ætlaði að setja hana í kvikmyndahús s.l. vor, en vegna Covid var hún keypt af Apple TV+ og er nú hægt að streyma henni þar. Myndin byggir á skáldsögunni The Good Shepard, handritið skrifar Hanks sjálfur og leikstjóri er Aaron Schneider. Dómar gagnrýnenda eru sæmilegir, en meðaltal Metascore er 62. Af þessu að dæma var það sennilega ekki slæm hugmynd hjá Sony að senda hana á Apple TV+. Dramamyndir á borð við Greyhound, sem höfða til fullorðinna áhorfenda, þurfa oftast að skora yfir 80 hjá gagnrýnendum til að fá viðunandi aðsókn. Viðbrögð áhorfenda eru einnig sæmileg, en myndin er með meðaleinkunnina 7.1 á Imdb.com. Apple TV+ er ekki enn fáanlegt eftir eðlilegum leiðum á Íslandi, því er vonandi að eitthvert kvikmyndahúsanna sýni myndina.
Stjörnubíó Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira