Íslenski boltinn

Fyrsta tap Fram kom gegn Leikni R. | Magni enn án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gonzalo Zamorano kom Víking Ó. á bragðið í Grenivík í dag.
Gonzalo Zamorano kom Víking Ó. á bragðið í Grenivík í dag. Vísir

Fram fékk Leikni Reykjavík í heimsókn í Safamýri. Fyrir leik dagsins var Fram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar ásamt ÍBV á meðan Leiknir – sem tapaði gegn ÍBV á dögunum þökk sé umdeildu sigurmarki Gary Martin – var í 6. sæti með sjö stig.

Fór það svo að Leiknir vann öruggan 5-2 sigur eftir að gestirnir úr Breiðholti komust 4-0 yfir áður en Magnús Þórðarson skoraði tvívegis fyrir fram. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, Vuk Oskar Dimitrijevic bætti við tveimur mörkum og Sævar Atli Magnússon skoraði fjórða markið.

Máni Austmann Hilmarsson bætti við fimmta marki Leiknismanna og þar við sat. Lokatölur 5-2 sem þýðir að Fram er enn í 2. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Leiknir stekkur upp í 3. sæti með 10 stig.

Á Grenivík voru Víkingar frá Ólafsvík í heimsókn. Magnamenn hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar og máttu þola enn eitt tapið. Gonzalo Zamorano kom Víking yfir í fyrri hálfleik en Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði úr vítaspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Harley Willard tryggði gestunum svo stigin þrjú með marki undir loks leiks en hann hafði brennt af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-1 og Magni sem fyrr á botninum án stiga. Víkingar komast úr 10. sæti og upp í það áttunda.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×