„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júlí 2020 19:18 Bjarni Benediktsson ber blómsveig að minnisvarða um þáverandi forsætisráðherra og nafna, eiginkonu hans og barnabarn. Vísir/Berghildur „Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
„Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30