Mosfellsbær kærir deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 16:05 Til stendur að reisa malbikunarstöð á Esjumelum. Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni. Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni.
Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira