Nýjar íbúðir rjúka út Miklaborg 11. júlí 2020 09:00 Íbúðirnar að Hlíðarenda eru mjög fjölskylduvænar með skjólgóðum og stórum garði. Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið vel við sér og sala á nýjum íbúðum hefur aukist síðustu vikur. Óskar H. Bjarnasen, löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, stærstu fasteignasölu landsins, segir eftirspurn eftir íbúðum af öllum stærðum. Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg. „Við finnum fyrir auknum þunga í sölu nýbygginga víðsvegar um borgina. Miklaborg er með fjölda verkefna í gangi, meðal annars í Skektuvogi og Sunnusmára, á Kirkjusandi og á Hlíðarenda og salan er þétt á öllum stöðum,“ segir Óskar. Þá beinist áhugi kaupenda ekki einungis að ákveðinni gerð eða stærð íbúða. „Það er mikil eftirspurn eftir minni íbúðum sem teljast megi til fyrstu kaupa en ekki síður eftir stærri íbúðum sem ætlaðar eru fjölskyldum og íbúðum sem ætlaðar eru þeim sem eru að minnka við sig úr sérbýli.“ Íbúðirnar að Hlíðarenda eru í ýmsum stærðum. Óskar segir marga þætti spila saman sem hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Lánakjör hafa aldri verið hagstæðari og þá hafi hækkanir á fasteignaverði undanfarin ár aukið eigið fé fólks í fasteignum. „Kaupgeta er góð og margir vel í stakk búnir til að stækka við sig. Það má segja að landinn sé í kauphug,“ segir Óskar. Hlíðarendi. Á svæðinu verður verslun og þjónusta á jarðhæð í nærliggjandi húsum. Hlíðarendi vinsælt og spennandi hverfi „Við erum í skýjunum með viðtökurnar sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er greinilegt að þörf var á nýjum fjölskylduvænum íbúðum á þessu svæði á viðráðanlegu verði,“ segir Helen Neely, verkefnisstjóri 102 Reykjavík en síðasti áfangi íbúða á F reit á Hlíðarenda er kominn í sölu hjá Mikluborg. Helen Neely, verkefnisstjóri 102 Reykjavík. Þegar hefur verið seld 121 íbúð af 191. Helen segir hönnunina á íbúðunum og allt skipulag hverfisins henta öllum fjölskyldustærðum og þá er staðsetningin einstök. „Við erum með mjög fjölbreyttar og vel hannaðar íbúðir og hverfið er í göngufæri frá miðbænum en samt stutt í ósnortna náttúruna, til dæmis Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Einnig eru báðir háskólarnir í borginni í göngufæri ásamt nokkrum af stærstu vinnustöðum landsins í Vatnsmýrinni auk Landspítalans,“ segir Helen. Fyrstu íbúarnir eru fluttir inn og líflegt mannlíf er að byggjast upp í hverfinu. Íbúðirna eru bjartar og vel skipulagðar. „Við höfum þegar afhent allar 69 íbúðirnar í fyrsta áfanga verkefnisins. Annar áfanginn, 53 íbúðir, verður tilbúin til afhendingar í september og eru þar aðeins 15 íbúðir óseldar. Vegna mikillar eftirspurnar ákváðum við því að setja síðasta áfangann, 69 íbúðir, í sölu og eru þær til afhendingar í febrúar/mars 2021. Í þeim áfanga er nú þegar 25% íbúða seld en undanfarnar vikur höfum við fundið fyrir auknum áhuga á verkefniun og við höfum selt 35 íbúðir frá miðjum maí mánuði,“ segir Helen. Miklaborg er staðstett í Lágmúla 4. Hafðu samband í síma 5697000 eða sendu tölvupóst á miklaborg@miklaborg.is Lífið Hús og heimili Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið vel við sér og sala á nýjum íbúðum hefur aukist síðustu vikur. Óskar H. Bjarnasen, löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, stærstu fasteignasölu landsins, segir eftirspurn eftir íbúðum af öllum stærðum. Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg. „Við finnum fyrir auknum þunga í sölu nýbygginga víðsvegar um borgina. Miklaborg er með fjölda verkefna í gangi, meðal annars í Skektuvogi og Sunnusmára, á Kirkjusandi og á Hlíðarenda og salan er þétt á öllum stöðum,“ segir Óskar. Þá beinist áhugi kaupenda ekki einungis að ákveðinni gerð eða stærð íbúða. „Það er mikil eftirspurn eftir minni íbúðum sem teljast megi til fyrstu kaupa en ekki síður eftir stærri íbúðum sem ætlaðar eru fjölskyldum og íbúðum sem ætlaðar eru þeim sem eru að minnka við sig úr sérbýli.“ Íbúðirnar að Hlíðarenda eru í ýmsum stærðum. Óskar segir marga þætti spila saman sem hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Lánakjör hafa aldri verið hagstæðari og þá hafi hækkanir á fasteignaverði undanfarin ár aukið eigið fé fólks í fasteignum. „Kaupgeta er góð og margir vel í stakk búnir til að stækka við sig. Það má segja að landinn sé í kauphug,“ segir Óskar. Hlíðarendi. Á svæðinu verður verslun og þjónusta á jarðhæð í nærliggjandi húsum. Hlíðarendi vinsælt og spennandi hverfi „Við erum í skýjunum með viðtökurnar sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er greinilegt að þörf var á nýjum fjölskylduvænum íbúðum á þessu svæði á viðráðanlegu verði,“ segir Helen Neely, verkefnisstjóri 102 Reykjavík en síðasti áfangi íbúða á F reit á Hlíðarenda er kominn í sölu hjá Mikluborg. Helen Neely, verkefnisstjóri 102 Reykjavík. Þegar hefur verið seld 121 íbúð af 191. Helen segir hönnunina á íbúðunum og allt skipulag hverfisins henta öllum fjölskyldustærðum og þá er staðsetningin einstök. „Við erum með mjög fjölbreyttar og vel hannaðar íbúðir og hverfið er í göngufæri frá miðbænum en samt stutt í ósnortna náttúruna, til dæmis Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Einnig eru báðir háskólarnir í borginni í göngufæri ásamt nokkrum af stærstu vinnustöðum landsins í Vatnsmýrinni auk Landspítalans,“ segir Helen. Fyrstu íbúarnir eru fluttir inn og líflegt mannlíf er að byggjast upp í hverfinu. Íbúðirna eru bjartar og vel skipulagðar. „Við höfum þegar afhent allar 69 íbúðirnar í fyrsta áfanga verkefnisins. Annar áfanginn, 53 íbúðir, verður tilbúin til afhendingar í september og eru þar aðeins 15 íbúðir óseldar. Vegna mikillar eftirspurnar ákváðum við því að setja síðasta áfangann, 69 íbúðir, í sölu og eru þær til afhendingar í febrúar/mars 2021. Í þeim áfanga er nú þegar 25% íbúða seld en undanfarnar vikur höfum við fundið fyrir auknum áhuga á verkefniun og við höfum selt 35 íbúðir frá miðjum maí mánuði,“ segir Helen. Miklaborg er staðstett í Lágmúla 4. Hafðu samband í síma 5697000 eða sendu tölvupóst á miklaborg@miklaborg.is
Miklaborg er staðstett í Lágmúla 4. Hafðu samband í síma 5697000 eða sendu tölvupóst á miklaborg@miklaborg.is
Lífið Hús og heimili Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira