Var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en Valencia varð fyrir valinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 12:00 Martin Hermannsson lék með Alba Berlin í tvö ár. Nú tekur nýtt ævintýri á Spáni við. vísir/getty Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira