Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 10:12 Þorvaldur Flemming Jensen Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira