Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 11:42 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira