Frænka Trump segir lygar vera lífsstíl hans Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 23:28 Mary Trump, bróðurdóttir Bandaríkjaforseta (t.h.). Bók hennar um Trump fjölskylduna (t.v.) á að koma út í næstu viku. AP/Simon & Schuster/Peter Serling Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga. Fjölskylda Trump hefur reynt að koma í veg fyrir birtingu bókar sem hún hefur skrifað og á að koma út í næstu viku. Mary L. Trump er dóttir Freds Trump yngri, eldri bróður Bandaríkjaforseta en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Faðir hennar lést af fylgikvilla áfengissýki þegar hún var táningur. Trump forseti hefur sagt í viðtali að hann sjái eftir hvernig hann og faðir hans þrýstu á Fred yngri að taka þátt í fjölskyldufyrirtækinu fyrir dauða hans. Í endurminningabók um fjölskylduna dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Sakar hún frænda sinn um að sjá annað fólk í „peningalegu ljósi“ og að hafa gert lygar að lífsstíl sínum, að sögn New York Times. Bókin ber titilinn „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín bjó til hættulegasta mann í heimi“. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi hennar fram í næstu viku eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Donald Trump með þáverandi konu sinni, Ivönu, og föður sínum Fred, í Atlantsborg árið 1988. Faðir Trump er sagður hafa skaðað tilfinningalegan þroska Donalds sonar síns í bók Mary Trump.Vísir/Getty Lærði að forðast vanþóknun föður síns Uppruna raskana Trump-fjölskyldunnar og forsetans sérstaklega rekur Mary Trump að miklu leyti til fjölskylduföðursins Fred Trump eldri og harðneskjulegrar framkomu hans. Fred yngri hafi dreymt um að gerast atvinnuflugmaður og sýnt lítinn áhuga á fasteignaveldi Trump-fjölskyldunnar. Faðir hans hafi ítrekað hæðst að elsta syni sínum og niðurlægt hann. „Donald er tíu sinnum verðmætari en þú,“ á Fred eldri að hafa öskrað á son sinn og nafna fyrir framan hóp starfsmanna fyrirtækisins eitt sinn. Donald Trump hafi lært af föður sínum að líta niður á Fred yngri en jafnframt að forðast að gera það sem gæti komið illa við föður sinn. Sakar Mary Trump afa sinn um að hafa eyðilagt Donald með því að koma í veg fyrir að hann gæti „þróað og upplifað allan skala mannlegra tilfinninga“. „Með því að takmarka aðgang Donalds að eigin tilfinningum og að gera margar þeirra óásættanlegar brenglaði Fred skynjun sonar síns á heiminum og skaðaði getu hans til þess að búa í honum,“ skrifar Mary Trump í bókinni, að sögn Washington Post. Fór í bíó á meðan bróðir hans lá banaleguna Ýmsar sögur eru af forsetanum í bókinni, þar á meðal um hvernig hann naut þess að hrekkja Robert, yngri bróður sinn, þegar þeir voru börn. Robert Trump leitaði til dómstóla þess að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar með vísan í samning um þagnmælsku sem hann segir Mary Trump hafa skrifað undir þegar fjölskyldan gerði sátt við hana um arf eftir afa hennar í kringum aldamót. Trump er sagður hafa látið systur sína Maryanne gera heimavinnuna sína fyrir sig þegar hann var framhaldsskólanemi. Síðar hafi hann greitt félaga sínum til þess að taka inntökupróf í háskóla fyrir sig. Það hafi síðar meir gert honum kleift að komast inn í virtan viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu sem forsetinn hefur stært sig af í gegnum tíðina. Kvöldið sem Fred yngri lést úr hjartaáfalli sem tengdist áfengisfíkn þegar hann var 42 ára gamall árið 1981 skrifar Mary Trump að enginn úr fjölskyldunni hafi fylgt honum á sjúkrahúsið. Donald frændi hennar hafi frekar farið í kvikmyndahús. Þegar Fred eldri lést árið 1999 fengu Mary Trump og bróðir hennar ekki arf á við börn hans sem þau töldu sig eiga rétt á. Sökuðu þau börnin um að hafa látið föður þeirra breyta erfðaskrá sinni rétt fyrir andlátið. Fjölskyldan gerði á endanum sátt við börn Fred yngri. Mary lýsir Fred yngri, föður sínum (t.v.) sem næmum manni og gamansömum en því hafi hann reynt að halda frá föður sínum sem hafi ekki liðið neina linkind. Hann lést úr afleiðingum áfengissýki 42 ára gamall árið 1981. Þá var Mary Trump sextán ára.Vísir/Getty Enginn vanhæfari til að takast á við ástandið í dag Um Trump forseta skrifar bróðurdóttir hans að hann hafi engar grundvallarhugsjónir og uppfylli allar skilgreiningar á sjálfsdýrkanda. Sú skilgreining nægi þó ekki til að lýsa því sem hrjái frænda hennar. „Staðreyndin er sú að kvillar Donalds eru svo flóknir og hegðun hans oft svo óútskýranleg að til þess að greina hann rétt og ítarlega þyrfti heilt vopnabúr af sálfræðilegum og taugafræðilegum rannsóknum sem hann mun aldrei gangast undir,“ skrifar Mary Trump. Þökk sé auðæfum og völdum föður síns hafi Donald aldrei þurft að takast á við heiminn af eigin rammleik. Brotthætt sjálfsálit hans sé eina vörn hans gegn raunveruleikanum. Álagið vegna kórónuveirufaraldursins, efnahagsþrenginga sem honum tengjast og samfélagsleg sundrung hefur dregið fram það versta í fari Trump forseta, að mati frænku hans. Enginn sé vanhæfari til þess að takast á við þessar hörmungar en hann. „Andrúmsloft sundrungar sem afi minn skapaði í Trump-fjölskyldunni er vatnið sem Donald hefur alltaf synt í og sundrung er honum áfram hagstæð á kostnað allra annarra. Það er að buga landið, líkt og það gerði við föður minn, og breytir okkur jafnvel þó að Donald breytist ekkert. Það veikir getu okkar til að sýna gæsku og trúa á fyrirgefninguna, hugtök sem hafa aldrei haft nokkra þýðingu fyrir honum,“ skrifar frænka Bandaríkjaforseta. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga. Fjölskylda Trump hefur reynt að koma í veg fyrir birtingu bókar sem hún hefur skrifað og á að koma út í næstu viku. Mary L. Trump er dóttir Freds Trump yngri, eldri bróður Bandaríkjaforseta en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Faðir hennar lést af fylgikvilla áfengissýki þegar hún var táningur. Trump forseti hefur sagt í viðtali að hann sjái eftir hvernig hann og faðir hans þrýstu á Fred yngri að taka þátt í fjölskyldufyrirtækinu fyrir dauða hans. Í endurminningabók um fjölskylduna dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Sakar hún frænda sinn um að sjá annað fólk í „peningalegu ljósi“ og að hafa gert lygar að lífsstíl sínum, að sögn New York Times. Bókin ber titilinn „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín bjó til hættulegasta mann í heimi“. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi hennar fram í næstu viku eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Donald Trump með þáverandi konu sinni, Ivönu, og föður sínum Fred, í Atlantsborg árið 1988. Faðir Trump er sagður hafa skaðað tilfinningalegan þroska Donalds sonar síns í bók Mary Trump.Vísir/Getty Lærði að forðast vanþóknun föður síns Uppruna raskana Trump-fjölskyldunnar og forsetans sérstaklega rekur Mary Trump að miklu leyti til fjölskylduföðursins Fred Trump eldri og harðneskjulegrar framkomu hans. Fred yngri hafi dreymt um að gerast atvinnuflugmaður og sýnt lítinn áhuga á fasteignaveldi Trump-fjölskyldunnar. Faðir hans hafi ítrekað hæðst að elsta syni sínum og niðurlægt hann. „Donald er tíu sinnum verðmætari en þú,“ á Fred eldri að hafa öskrað á son sinn og nafna fyrir framan hóp starfsmanna fyrirtækisins eitt sinn. Donald Trump hafi lært af föður sínum að líta niður á Fred yngri en jafnframt að forðast að gera það sem gæti komið illa við föður sinn. Sakar Mary Trump afa sinn um að hafa eyðilagt Donald með því að koma í veg fyrir að hann gæti „þróað og upplifað allan skala mannlegra tilfinninga“. „Með því að takmarka aðgang Donalds að eigin tilfinningum og að gera margar þeirra óásættanlegar brenglaði Fred skynjun sonar síns á heiminum og skaðaði getu hans til þess að búa í honum,“ skrifar Mary Trump í bókinni, að sögn Washington Post. Fór í bíó á meðan bróðir hans lá banaleguna Ýmsar sögur eru af forsetanum í bókinni, þar á meðal um hvernig hann naut þess að hrekkja Robert, yngri bróður sinn, þegar þeir voru börn. Robert Trump leitaði til dómstóla þess að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar með vísan í samning um þagnmælsku sem hann segir Mary Trump hafa skrifað undir þegar fjölskyldan gerði sátt við hana um arf eftir afa hennar í kringum aldamót. Trump er sagður hafa látið systur sína Maryanne gera heimavinnuna sína fyrir sig þegar hann var framhaldsskólanemi. Síðar hafi hann greitt félaga sínum til þess að taka inntökupróf í háskóla fyrir sig. Það hafi síðar meir gert honum kleift að komast inn í virtan viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu sem forsetinn hefur stært sig af í gegnum tíðina. Kvöldið sem Fred yngri lést úr hjartaáfalli sem tengdist áfengisfíkn þegar hann var 42 ára gamall árið 1981 skrifar Mary Trump að enginn úr fjölskyldunni hafi fylgt honum á sjúkrahúsið. Donald frændi hennar hafi frekar farið í kvikmyndahús. Þegar Fred eldri lést árið 1999 fengu Mary Trump og bróðir hennar ekki arf á við börn hans sem þau töldu sig eiga rétt á. Sökuðu þau börnin um að hafa látið föður þeirra breyta erfðaskrá sinni rétt fyrir andlátið. Fjölskyldan gerði á endanum sátt við börn Fred yngri. Mary lýsir Fred yngri, föður sínum (t.v.) sem næmum manni og gamansömum en því hafi hann reynt að halda frá föður sínum sem hafi ekki liðið neina linkind. Hann lést úr afleiðingum áfengissýki 42 ára gamall árið 1981. Þá var Mary Trump sextán ára.Vísir/Getty Enginn vanhæfari til að takast á við ástandið í dag Um Trump forseta skrifar bróðurdóttir hans að hann hafi engar grundvallarhugsjónir og uppfylli allar skilgreiningar á sjálfsdýrkanda. Sú skilgreining nægi þó ekki til að lýsa því sem hrjái frænda hennar. „Staðreyndin er sú að kvillar Donalds eru svo flóknir og hegðun hans oft svo óútskýranleg að til þess að greina hann rétt og ítarlega þyrfti heilt vopnabúr af sálfræðilegum og taugafræðilegum rannsóknum sem hann mun aldrei gangast undir,“ skrifar Mary Trump. Þökk sé auðæfum og völdum föður síns hafi Donald aldrei þurft að takast á við heiminn af eigin rammleik. Brotthætt sjálfsálit hans sé eina vörn hans gegn raunveruleikanum. Álagið vegna kórónuveirufaraldursins, efnahagsþrenginga sem honum tengjast og samfélagsleg sundrung hefur dregið fram það versta í fari Trump forseta, að mati frænku hans. Enginn sé vanhæfari til þess að takast á við þessar hörmungar en hann. „Andrúmsloft sundrungar sem afi minn skapaði í Trump-fjölskyldunni er vatnið sem Donald hefur alltaf synt í og sundrung er honum áfram hagstæð á kostnað allra annarra. Það er að buga landið, líkt og það gerði við föður minn, og breytir okkur jafnvel þó að Donald breytist ekkert. Það veikir getu okkar til að sýna gæsku og trúa á fyrirgefninguna, hugtök sem hafa aldrei haft nokkra þýðingu fyrir honum,“ skrifar frænka Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent