Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 20:51 „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira