Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:45 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna skimunar á landamærum í júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar kemur í humátt á eftir honum. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira