Tengdadóttir Bandaríkjaforseta smituð af kórónuveirunni Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 11:04 Guilfoyle hefur starfað fyrir framboð tengdaföðurs síns en hún er kærasta Donald Trump yngri. Getty/SOPA Fyrrverandi fjölmiðlakonan Kimberly Guilfoyle hefur greinst smituð af kórónuveirunni en hún er kærasta Donalds Trump yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta. Guilfoyle hefur starfað innan forsetaframboðs Trump fyrir kosningarnar sem haldnar verða í nóvember. Bandaríkjaforseti hélt í gær ávarp fyrir framan Rushmorefjall, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, og hafði Guilfoyle ferðast sem hluti af fylgdarliði forseta til Suður-Dakóta. Eftir að hafa greinst með veiruna var tekin sú ákvörðun að hún skyldi ekki mæta á fundinn við Rushmorefjall. Trump sjálfur fór mikinn í ávarpinu og varaði hann við öfgakenndum vinstri-fasisima. Hann kvartaði þá einnig undan þeim sem vilja rífa niður styttur og minnismerki í landinu. Fréttastofa ABC greinir frá því að Guilfoyle sýni ekki einkenni veirunnar, sýnataka úr Donald Trump yngri hafi ekki sýnt fram á kórónuveirusmit og New York Times segir að Guilfoyle hefði ekki umgengist forsetann nýverið með þeim hætti að hætta sé á smiti. Forsetinn hefur verið gagnrýndur vestan hafs fyrir hugarfar sitt gagnvart faraldrinum sem nú geisar. Hefur hann neitað að bera andlitsgrímur, velt fyrir sér samsæriskenningum um tilurð veirunnar og hvatt til þess að sóttvarnarhömlum verði aflétt. Flest tilfelli, og flest dauðsföll af völdum veirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum og virðist ekkert lát ætla að verða á. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fyrrverandi fjölmiðlakonan Kimberly Guilfoyle hefur greinst smituð af kórónuveirunni en hún er kærasta Donalds Trump yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta. Guilfoyle hefur starfað innan forsetaframboðs Trump fyrir kosningarnar sem haldnar verða í nóvember. Bandaríkjaforseti hélt í gær ávarp fyrir framan Rushmorefjall, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, og hafði Guilfoyle ferðast sem hluti af fylgdarliði forseta til Suður-Dakóta. Eftir að hafa greinst með veiruna var tekin sú ákvörðun að hún skyldi ekki mæta á fundinn við Rushmorefjall. Trump sjálfur fór mikinn í ávarpinu og varaði hann við öfgakenndum vinstri-fasisima. Hann kvartaði þá einnig undan þeim sem vilja rífa niður styttur og minnismerki í landinu. Fréttastofa ABC greinir frá því að Guilfoyle sýni ekki einkenni veirunnar, sýnataka úr Donald Trump yngri hafi ekki sýnt fram á kórónuveirusmit og New York Times segir að Guilfoyle hefði ekki umgengist forsetann nýverið með þeim hætti að hætta sé á smiti. Forsetinn hefur verið gagnrýndur vestan hafs fyrir hugarfar sitt gagnvart faraldrinum sem nú geisar. Hefur hann neitað að bera andlitsgrímur, velt fyrir sér samsæriskenningum um tilurð veirunnar og hvatt til þess að sóttvarnarhömlum verði aflétt. Flest tilfelli, og flest dauðsföll af völdum veirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum og virðist ekkert lát ætla að verða á.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira