Makamál

Flestir líta á samband sitt sem langtímasamband

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála, segja flestir lesendur Vísis þeir líta á samband sitt sem langtímasamband. 
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála, segja flestir lesendur Vísis þeir líta á samband sitt sem langtímasamband.  Getty

Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis að því hvort að þeir sjái sambandið sitt fyrir sér sem langtímasamband.

 Í dag eru sambandsform og viðhorf til sambanda orðin mjög fjölbreytt. Sumir einstaklingar kjósa það að vera í opnum samböndum eða jafnvel fjölsamböndum (Poly), meðan aðrir kjósa hið hefbundna sambandsform, ef svo má kalla. 

En hvort fólk líti svo á sambönd sín til langs tíma eða ekki, getur líka verið misjafn. 

Ríkjandi viðhorf gamla tímans var að ráðsetning væri alltaf til langtíma og þá var ekki litið á sambönd sem einhvers konar tímabundið ástand. 

Tæplega 10% horfa ekki á samband sitt til langs tíma

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast þó flestir lesendur Vísis líta á samband sitt sem langtímasamand, eða um 82%. Alls tóku tæplega þúsund manns þátt í könuninni og hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan. 

Hafa ber í huga að fólk sem hefur þetta viðhorf gæti verið líklegra til að svara könnun sem þessari.

Lítur þú á sambandið þitt sem langtímasamband? 

Já - 82%

Já, en ég óttast það að maki minn geri það ekki - 8%

Nei, en ég óttast það að maki minn haldi að þetta sé langtíma - 3%

Nei - 6%

Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.

*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.


Tengdar fréttir

Spurning vikunnar: Óttastu það að enda ein/einn?

Margir njóta þess að vera einhleypir og finnast frelsið sem fylgir því að vera ekki háður neinum nema sjálfum sér vera betri kostur en að vera í sambandi. Svo eru aðrir sem óttast ekkert frekar en það að vera einir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×