„Allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 08:23 Sigurður G. Guðjónsson birti þessa mynd af sér eftir komuna á Landspítalann. Myndinni hefur verið snúið. sigurður guðni guðjónsson Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira