Breyta vinnulagi á landamærunum eftir að smit greindust ekki í fyrstu skimun Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 14:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira