Jón Viðar ekki ánægður með Eurovision-myndina og spyr hvort Will Ferrell sé illa við Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 18:06 Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision. AIDAN MONAGHAN/NETFLIX Óhætt er að segja að gagnrýnandinn kunni Jón Viðar Jónsson sé ekkert allt of hrifinn af nýútkominni Eurovision-mynd Will Ferrell þar sem Ísland er í aðalhlutverki. Myndin fær aðeins eina stjörnu í gagnrýni Jóns Viðars sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnin hefst á orðunum „LUMMÓ BÍÓ“ sem gefur ákveðna vísbendingu um hvað Jóni Viðari fannst um myndina. Hann segir að ekki sé ljóst hvort að aðaltilgangur myndarinnar sé að gera grín að „glamúrnum og yfirborðsmennskunni í söngvakeppninni eða lúðahætti Íslendinga og annarra þjóða sem gangast upp í vitleysunni.“ Myndin hefur vakið gríðarlega athygli á Íslandi enda er landið í aðalhlutverki. Aðalleikarar myndarinnar leika íslenskar persónur og fjöldi íslenskra leikara kom að myndinni, auk þess sem að hún var að hluta til tekinn upp á Húsavík. Jón Viðar virðist ekki vera kátur með þá mynd sem dregin er upp af Íslendingum í myndinni. „Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka "mynd" af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa (hann mun vera giftur sænskri konu)?“ Það ku þó vera aukaatriði að mati Jóns Viðars. Aðalatriðið sé að myndin sem skopmynd sé „grunn“ og söguþráðurinn „of banall“. „Aðalatriðið er þó að sem skopmynd er þessi þjóðarmynd svo grunn, að hún verður aldrei neitt fyndin, hvað þá frumleg. Myndin sjálf rennur svo sem ekkert illa áfram í sínum hraða takti, en söguþráðurinn er of banall til að vekja áhuga; ég skil vel þann FB-vin sem sagðist horfa á þetta í bútum; fyrir mitt leyti hugsaði ég að illu væri best af lokið og þraukaði til loka,“ skrifar Jón Viðar. Þá sitji myndin föst í sömu klisjum og ætlunin sé að gera grín að. „Í ofanálag ætlar höfundur sér bersýnilega að hæðast að ýmsum klisjum í Júró og bíó, en situr svo sjálfur það fastur í klisjunum, ekki síst með þeirri skringilegru ástarsögu, sem á að vera límið í þessu, að aldrei verður neitt verulega gaman,“ skrifar Jón Viðar sem segir þó að ljóst sé að mikið sé lagt í myndina, tækni, klippingu og sviðsetningu. „Sumir leikaranna fantagóðir (ekki þó Ferrell sem er undarlega ósympatískur í aðalhlutverkinu) og atriðin úr Juróvisjón eru glæsilega útfærð,“ skrifar Jón Viðar sem gefur myndina aðeins eina stjörnu. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Óhætt er að segja að gagnrýnandinn kunni Jón Viðar Jónsson sé ekkert allt of hrifinn af nýútkominni Eurovision-mynd Will Ferrell þar sem Ísland er í aðalhlutverki. Myndin fær aðeins eina stjörnu í gagnrýni Jóns Viðars sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnin hefst á orðunum „LUMMÓ BÍÓ“ sem gefur ákveðna vísbendingu um hvað Jóni Viðari fannst um myndina. Hann segir að ekki sé ljóst hvort að aðaltilgangur myndarinnar sé að gera grín að „glamúrnum og yfirborðsmennskunni í söngvakeppninni eða lúðahætti Íslendinga og annarra þjóða sem gangast upp í vitleysunni.“ Myndin hefur vakið gríðarlega athygli á Íslandi enda er landið í aðalhlutverki. Aðalleikarar myndarinnar leika íslenskar persónur og fjöldi íslenskra leikara kom að myndinni, auk þess sem að hún var að hluta til tekinn upp á Húsavík. Jón Viðar virðist ekki vera kátur með þá mynd sem dregin er upp af Íslendingum í myndinni. „Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka "mynd" af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa (hann mun vera giftur sænskri konu)?“ Það ku þó vera aukaatriði að mati Jóns Viðars. Aðalatriðið sé að myndin sem skopmynd sé „grunn“ og söguþráðurinn „of banall“. „Aðalatriðið er þó að sem skopmynd er þessi þjóðarmynd svo grunn, að hún verður aldrei neitt fyndin, hvað þá frumleg. Myndin sjálf rennur svo sem ekkert illa áfram í sínum hraða takti, en söguþráðurinn er of banall til að vekja áhuga; ég skil vel þann FB-vin sem sagðist horfa á þetta í bútum; fyrir mitt leyti hugsaði ég að illu væri best af lokið og þraukaði til loka,“ skrifar Jón Viðar. Þá sitji myndin föst í sömu klisjum og ætlunin sé að gera grín að. „Í ofanálag ætlar höfundur sér bersýnilega að hæðast að ýmsum klisjum í Júró og bíó, en situr svo sjálfur það fastur í klisjunum, ekki síst með þeirri skringilegru ástarsögu, sem á að vera límið í þessu, að aldrei verður neitt verulega gaman,“ skrifar Jón Viðar sem segir þó að ljóst sé að mikið sé lagt í myndina, tækni, klippingu og sviðsetningu. „Sumir leikaranna fantagóðir (ekki þó Ferrell sem er undarlega ósympatískur í aðalhlutverkinu) og atriðin úr Juróvisjón eru glæsilega útfærð,“ skrifar Jón Viðar sem gefur myndina aðeins eina stjörnu.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira